Við erum öll Efling Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 18:01 Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. Efling háir sína baráttu fyrir allt launafólk í landinu, alla sem á vinnumarkaði eru, en það er rétturinn til samningagerða, verkfallsrétturinn og rétturinn til veita stéttarfélagi umboð til að vinna að bættum kjörum. Ef við spyrnum ekki við fótum verður réttur allra annara stétta á vinnumarkaði smám saman að engu. Þetta kemur okkur öllum alveg stórkostlega mikið við. Ef við látum þetta yfir okkur og aðra ganga erum við ekki hæf til að búa í samfélagi með öðrum. Þá erum við engu betri en það fólk sem græðir með áfergju á því að launapína aðra og þá er okkur sama þótt við þiggjum og framseljum þjónustu af fólki sem á ekki í sig og á. Og hvernig manneskjur erum við þá? Hvar eru nú konur með konum? Ég furða mig á því að þegar fátækt fólk innan Eflingar sem starfar við hreingerningar, sem mestan part eru konur, fær þann mótbyr sem raun ber vitni í kjarabaráttu sinni, hafi ekki öll og sér í lagi konur með sín nú sjálfsögðu réttindi, slegið skjaldborg um eina lægst launuðu stétt landsins. Fólk sem stundar erfiða ræstingavinnu. Ég vil minna kynsystur mínar sem kjósa að þegja eða halda að kjarabarátta komi þeim ekkert við á, að píkan nýtur nú loksins meiri verndar, skilnings og opinbers stuðnings en sjálft frelsið til að standa vörð um hagsmuni fólks á vinnumarkaði, svo ef gætum við litið af henni blessaðri um stundarkorn og opnað allavega annað augað um aðalatriði! Formæður okkar fóru ekki í frí, þótt það héti Kvennafrí árið 1975, þegar konur fylltu strætin. Þær unnu þvert á móti markvist að markmiðum sínum með það að leiðarljósi að samfélag er aðeins hægt að kalla samfélag ef láglaunafólk getur framfleitt sér. Og Eflingarfólk sem boðar nú verkfall hjá Íslandshótelum og víðar getur það ekki! Það lifir ekki af laununum sínum þrátt fyrir að stunda erfiðisvinnu. Ef við mótmælum ekki aðgerðum Samtaka Atvinnulífsins, Ríkissáttasemjara, í blússandi rúmbu við Ríkisstjórn Íslands, þá erum við að segja að okkur sé alveg sama þótt farið sé illa með annað fólk og ekki bara það, við erum að afhjúpa grunnhyggni okkar þegar við köstum áratuga verkalýðsbaráttu og fengnum réttindum fyrir róða. Og það er það sem er að gerast, við ERUM með þögn og aðgerðarleysi að selja undan okkur áratugalanga baráttu formæðra okkar til verndar hagsmunum alls fólks á vinnumarkaði. Allar aðrar stéttir munu til framtíðar tapa ef Efling tapar! Ég vil því skora á Félag Kvenna í Atvinnulífinu, FAK, sem verma flott hásæti og vinna geggjað skapandi og hálaunuð störf að láta í sér heyra fátæku ræstingafólki til verndar. Ykkur munar ekkert um það! Verið nú dálítið STÓRAR og rausnarlegar stelpur! Þið hafið ekki skúrað heima hjá ykkur svo árum skiptir! Skál! Kvenréttindafélag Íslands, vil ég biðja að leggja til hliðar, sín örugglega verðug verkefni, eitt andartak og veita Sólveigu Önnu og fólki hennar í kjaradeilu stuðning án tafar ellegar hætta að nudda sér utan í nafn langömmu minnar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, í eitt skipti fyrir öll! Sú gamla vill örugglega frekar hverfa í gleymsku og ryk en vera notuð sem barmnæla og efriskápatrappa í félagi kvenna sem óhreinka sig ekki á því að verja sínar bágstöddu systur og bræður. Svei, bara! Er Katrín að afhjúpa óhæfi og valdaleysi sitt? Það er eftirspurn og löngu tímabært að forsætisráðherra tjái hug sinn, ekki annara, um áðurnefndar staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Hæfi ráðherra er í húfi og lítið skjól er í lögfræðingavaðlinum sem hún felur sig nú á bak við eða persónu Sólveigar Önnu að gera. Þetta á reyndar við um umræðuna alla í kjarabaráttunni. Álit þvælumeistara, tilfinningasemi og persónulegar skoðanir valda bara ringulreið. Höldum okkur við óásættanlegar staðreyndir. Það er það eina sem skiptir hér máli. Hvernig ætlar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að takast á við þá staðreynd að laun verkafólks í landinu duga ekki til framfærslu og réttur þess til varna er nú fótum troðin. Ef hún er ekki fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir eða tjá sig sjálfstætt út frá augljósum staðreyndum málsins hljóta margir að draga hæfi hennar í efa. Þetta er líka spurning fyrir okkur sjálf? Finnast okkur kjör verkafólks ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks. Einfaldara gerist það ekki. Að þegja er óafturkræft sjálfsmark Raddleysingjar dagsins í dag af öllum kynjum minna skuggalega á fínukonurnar 1975 sem vildu ekki undir nokkrum kringumstæðum kalla það verkfall þegar konur tóku frí. Raddleysingjar sem aldrei lyfta litla fingri fyrir fátækt fólk í verkalýðsfélögum og flýtur heldur í uppurðarleysi, meðvirkni og brátt réttlaust að feigðarósi. Hvað er að því að bregðast við með hörku þegar harkalegum aðgerðum er beitt gegn fólki á vinnumarkaði? Það er bókstaflega ekkert að óttast. Ef við hinsvegar þegjum og klöppum með því valdinu verðum við flest öll réttlausir öreigar fyrr en okkur grunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. Efling háir sína baráttu fyrir allt launafólk í landinu, alla sem á vinnumarkaði eru, en það er rétturinn til samningagerða, verkfallsrétturinn og rétturinn til veita stéttarfélagi umboð til að vinna að bættum kjörum. Ef við spyrnum ekki við fótum verður réttur allra annara stétta á vinnumarkaði smám saman að engu. Þetta kemur okkur öllum alveg stórkostlega mikið við. Ef við látum þetta yfir okkur og aðra ganga erum við ekki hæf til að búa í samfélagi með öðrum. Þá erum við engu betri en það fólk sem græðir með áfergju á því að launapína aðra og þá er okkur sama þótt við þiggjum og framseljum þjónustu af fólki sem á ekki í sig og á. Og hvernig manneskjur erum við þá? Hvar eru nú konur með konum? Ég furða mig á því að þegar fátækt fólk innan Eflingar sem starfar við hreingerningar, sem mestan part eru konur, fær þann mótbyr sem raun ber vitni í kjarabaráttu sinni, hafi ekki öll og sér í lagi konur með sín nú sjálfsögðu réttindi, slegið skjaldborg um eina lægst launuðu stétt landsins. Fólk sem stundar erfiða ræstingavinnu. Ég vil minna kynsystur mínar sem kjósa að þegja eða halda að kjarabarátta komi þeim ekkert við á, að píkan nýtur nú loksins meiri verndar, skilnings og opinbers stuðnings en sjálft frelsið til að standa vörð um hagsmuni fólks á vinnumarkaði, svo ef gætum við litið af henni blessaðri um stundarkorn og opnað allavega annað augað um aðalatriði! Formæður okkar fóru ekki í frí, þótt það héti Kvennafrí árið 1975, þegar konur fylltu strætin. Þær unnu þvert á móti markvist að markmiðum sínum með það að leiðarljósi að samfélag er aðeins hægt að kalla samfélag ef láglaunafólk getur framfleitt sér. Og Eflingarfólk sem boðar nú verkfall hjá Íslandshótelum og víðar getur það ekki! Það lifir ekki af laununum sínum þrátt fyrir að stunda erfiðisvinnu. Ef við mótmælum ekki aðgerðum Samtaka Atvinnulífsins, Ríkissáttasemjara, í blússandi rúmbu við Ríkisstjórn Íslands, þá erum við að segja að okkur sé alveg sama þótt farið sé illa með annað fólk og ekki bara það, við erum að afhjúpa grunnhyggni okkar þegar við köstum áratuga verkalýðsbaráttu og fengnum réttindum fyrir róða. Og það er það sem er að gerast, við ERUM með þögn og aðgerðarleysi að selja undan okkur áratugalanga baráttu formæðra okkar til verndar hagsmunum alls fólks á vinnumarkaði. Allar aðrar stéttir munu til framtíðar tapa ef Efling tapar! Ég vil því skora á Félag Kvenna í Atvinnulífinu, FAK, sem verma flott hásæti og vinna geggjað skapandi og hálaunuð störf að láta í sér heyra fátæku ræstingafólki til verndar. Ykkur munar ekkert um það! Verið nú dálítið STÓRAR og rausnarlegar stelpur! Þið hafið ekki skúrað heima hjá ykkur svo árum skiptir! Skál! Kvenréttindafélag Íslands, vil ég biðja að leggja til hliðar, sín örugglega verðug verkefni, eitt andartak og veita Sólveigu Önnu og fólki hennar í kjaradeilu stuðning án tafar ellegar hætta að nudda sér utan í nafn langömmu minnar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, í eitt skipti fyrir öll! Sú gamla vill örugglega frekar hverfa í gleymsku og ryk en vera notuð sem barmnæla og efriskápatrappa í félagi kvenna sem óhreinka sig ekki á því að verja sínar bágstöddu systur og bræður. Svei, bara! Er Katrín að afhjúpa óhæfi og valdaleysi sitt? Það er eftirspurn og löngu tímabært að forsætisráðherra tjái hug sinn, ekki annara, um áðurnefndar staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Hæfi ráðherra er í húfi og lítið skjól er í lögfræðingavaðlinum sem hún felur sig nú á bak við eða persónu Sólveigar Önnu að gera. Þetta á reyndar við um umræðuna alla í kjarabaráttunni. Álit þvælumeistara, tilfinningasemi og persónulegar skoðanir valda bara ringulreið. Höldum okkur við óásættanlegar staðreyndir. Það er það eina sem skiptir hér máli. Hvernig ætlar, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að takast á við þá staðreynd að laun verkafólks í landinu duga ekki til framfærslu og réttur þess til varna er nú fótum troðin. Ef hún er ekki fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir eða tjá sig sjálfstætt út frá augljósum staðreyndum málsins hljóta margir að draga hæfi hennar í efa. Þetta er líka spurning fyrir okkur sjálf? Finnast okkur kjör verkafólks ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks. Einfaldara gerist það ekki. Að þegja er óafturkræft sjálfsmark Raddleysingjar dagsins í dag af öllum kynjum minna skuggalega á fínukonurnar 1975 sem vildu ekki undir nokkrum kringumstæðum kalla það verkfall þegar konur tóku frí. Raddleysingjar sem aldrei lyfta litla fingri fyrir fátækt fólk í verkalýðsfélögum og flýtur heldur í uppurðarleysi, meðvirkni og brátt réttlaust að feigðarósi. Hvað er að því að bregðast við með hörku þegar harkalegum aðgerðum er beitt gegn fólki á vinnumarkaði? Það er bókstaflega ekkert að óttast. Ef við hinsvegar þegjum og klöppum með því valdinu verðum við flest öll réttlausir öreigar fyrr en okkur grunar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun