Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað Rakel Baldursdóttir skrifar 30. janúar 2023 10:01 Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun