Myndband sýnir árásina á Pelosi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 22:28 Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanna sem mættir voru á vettvang. San Francisco Police Department via AP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri. Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Maðurinn braust inn á heimili Pelosi í október á síðasta ári. Hann var vopnaður hamri og braut rúðu á húsi hjónanna. Í kjölfarið fór hann inn og á að hafa öskrað „hvar er Nancy,“ sem ekki var heima þegar brotist var inn. Myndbandið er úr búkmyndavél lögreglumanns sem var mætt á vettvang þegar árásarmaðurinn, David DePape, réðst á Pelosi. Á myndbandinu sést þegar lögreglumenn krefja DePape um að sleppa hamrinum og hann svarar: „Uh, nei“ (e. „Uh, nope“) og ræðst á Pelosi í kjölfarið. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Hinn 82 ára gamli Paul Pelosi höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. AP fréttaveitan segir árásina vekja upp minningar um árásina á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá hafi stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem reyndu að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, leitað að Nancy Pelosi í þinghúsinu eftir þau ruddust þar inn. Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að DePape hafi sagt ögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni.“ Hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52