Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn! Inga Sæland skrifar 27. janúar 2023 13:30 Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjósendum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatillögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titil að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirtælun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjósendum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatillögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titil að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirtælun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar