Jóhann Valgeir kosinn Austfirðingur ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 18:41 Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, segir titlinum fylgja mikill heiður. Austurfrétt Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022. Hann segir kjörið mikinn heiður, en Jóhann Valgeir var hlaut kjörið fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi Eskifjarðar. Kosningin var á vegum Austurfréttar en kjörið fer fram árlega. Greint er frá því að Jóhann Valgeir hafi reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins, meðal annars á Facebook. Íþróttahúsið hefur lekið mikið síðustu misseri og í upphafi janúarmánaðar kom í ljós að mygla væri í húsinu. „Fyrsta myndin sem ég set inn úr húsinu er frá 2014. Fólki fannst hún hræðileg en það gerðist lítið. Það var leki sem var lagaður en þá fór að leka annars staðar. Þakið var loðið, trúlega myglað. Það var ekkert loftræstikerfi en nokkur ár eru síðan því var komið upp. Lekinn hefur aukist síðustu ár. Í haust var hægt að nota þriðjung salarins því það var allt á floti. Það er hundleiðinlegt að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Jóhann Valgeir í samtali við Austurfrétt. Hann segir ábendingarnar hljóma eins og „nöldur á Facebook,“ en það breyti því ekki að sveitarfélagið hafi átt að vita um stöðuna. Stundum þurfi að grípa til örþrifaráða. „Íþróttahúsið er ekki vel nýtt af bæjarbúum, það er fyrst og fremst notað af skólanum. Það er því kannski bara við kennararnir, starfsfólk hússins og stöku þjálfari sem vitum hversu slæmt ástandið var. Síðan fer fólk að hugsa til þess að barnið þess geti verið í mygluðu húsi og þá vaknar það. Foreldrar hafa kvartað yfir veikindum sem hafa lagast við að barnið var tekið úr íþróttum. Ég get ekki sagt til um hvort það sé rétt, ég er ekki læknir.“ Mikill hiti var meðal íbúa á fundi á Eskifirði fyrir tveimur vikum síðan sem vilja nýtt íþróttahús. Bæjarfulltrúar segja að fjármagn vanti til slíkrar uppbyggingar og vilja ráðast í nánari úttekt á stöðunni. Nánar um málið á vef Austurfréttar. Fjarðabyggð Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Kosningin var á vegum Austurfréttar en kjörið fer fram árlega. Greint er frá því að Jóhann Valgeir hafi reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins, meðal annars á Facebook. Íþróttahúsið hefur lekið mikið síðustu misseri og í upphafi janúarmánaðar kom í ljós að mygla væri í húsinu. „Fyrsta myndin sem ég set inn úr húsinu er frá 2014. Fólki fannst hún hræðileg en það gerðist lítið. Það var leki sem var lagaður en þá fór að leka annars staðar. Þakið var loðið, trúlega myglað. Það var ekkert loftræstikerfi en nokkur ár eru síðan því var komið upp. Lekinn hefur aukist síðustu ár. Í haust var hægt að nota þriðjung salarins því það var allt á floti. Það er hundleiðinlegt að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Jóhann Valgeir í samtali við Austurfrétt. Hann segir ábendingarnar hljóma eins og „nöldur á Facebook,“ en það breyti því ekki að sveitarfélagið hafi átt að vita um stöðuna. Stundum þurfi að grípa til örþrifaráða. „Íþróttahúsið er ekki vel nýtt af bæjarbúum, það er fyrst og fremst notað af skólanum. Það er því kannski bara við kennararnir, starfsfólk hússins og stöku þjálfari sem vitum hversu slæmt ástandið var. Síðan fer fólk að hugsa til þess að barnið þess geti verið í mygluðu húsi og þá vaknar það. Foreldrar hafa kvartað yfir veikindum sem hafa lagast við að barnið var tekið úr íþróttum. Ég get ekki sagt til um hvort það sé rétt, ég er ekki læknir.“ Mikill hiti var meðal íbúa á fundi á Eskifirði fyrir tveimur vikum síðan sem vilja nýtt íþróttahús. Bæjarfulltrúar segja að fjármagn vanti til slíkrar uppbyggingar og vilja ráðast í nánari úttekt á stöðunni. Nánar um málið á vef Austurfréttar.
Fjarðabyggð Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira