Kvennalið Bayern auglýsir afrek karlanna á búningunum og Valur er í sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 08:31 Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir sést hér i búningi Bayern München og þarna má sjá stjörnurnar fimm. Getty/Christian Hofer Stjörnur á búningum kvennaliða eru til umræðu í Noregi eftir að eitt stærsta félag Noregs, Rosenborg, ákvað að breyta búningum sínum. Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi. Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi.
Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira