Hafa samþykkt 59 prósent umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:42 Heildarkaupverð þessara 452 fasteigna nemur tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafa verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt 59 prósent af þeim umsóknum sem borist hafa um hlutdeildarlán frá því að opnað var fyrir umsóknir í nóvember 2020. Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“ Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira