Tapaði kosningum og lét skjóta á hús Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 11:00 Solomon Pena var handtekinn af lögregluþjónum í gær. Hann er sakaður um að hafa skipulagt skotárásir á heimili minnst fjögurra Demókrata í New Mexico. AP/Roberto E. Rosales Fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisþings New Mexico í Bandaríkjunum var handtekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa greitt mönnum fyrir að skjóta á hús fjögurra Demókrata í ríkinu og tekið þátt í minnst einni skotárás. Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Solomon Pena, tapaði með með miklum mun gegn Demókratanum Miguel P. Garcia í kosningunum í nóvember. Hann viðurkenndi þó aldrei ósigur og hefur haldið því fram að svindlað hafi verið á honum. Í kjölfar þess er hann sagður hafa greitt fjórum mönnum fyrir að skjóta á hús tveggja embættismanna og tveggja ríkisþingmanna sem allir tilheyra Demókrataflokknum. Pena er sagður hafa farið heim til þessa fólks í kjölfar kosninganna í nóvember og kvartað yfir tapi sínu. Hann hélt því meðal annars fram að svindlað hefði verið á honum og reifst hann við embættis- og þingmennina. Albuquerque Journal segir Pena hafa tekið þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og hefur talað um það á samfélagsmiðlum að Demókratar í New Mexico ættu heima í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Pena var handtekinn í gær. Garcia höfðaði mál gegn Pena þegar hann bauð sig fram og vildi að honum yrði meinað að bjóða sig fram til þings þar sem hann hefði verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir þjófnað árið 2008. Málaferlin leiddu til þess að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lög New Mexico um að fangar mættu ekki bjóða sig fram til opinberra embætta færu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og því fékk Pena að bjóða sig fram. En hann tapaði þó, eins og áður hefur komið fram. Pena fékk 2.033 atkvæði en Garcia fékk 5.679. Tók þátt í minnst einni árás Washington Post hefur eftir lögreglunni í Albuquerque að Pena hafi sent skilaboð til byssumannanna og gefið þeim upp heimilisföng umræddra manna. Þeir hafi svo farið og skotið á húsin og í einu tilfelli hafi það verið gert einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi skilaboð. Lögreglan grunar Pena um að hafa tekið þátt í síðustu skotárásinni en engan sakaði í skotárásunum. Fyrsta árásin var gerð þann 4. desember. Þá var átta skotum skotið í hús embættismanns. Þann 11. desember var á öðrum tug skota skotið í hús annars embættismanns. Þann 3. janúar var svo skotum skotið að húsi þingkonunnar Lindu Lopez en þrjú skotanna fóru í gegnum rúðu á svefnherbergi tíu ára dóttur hennar. Í kjölfar þess skoðaði annar þingmaður hús sitt og sá að búið var að skjóta á það. Hann telur að það hafi verið gert þann 8. desember. Albuquerque Journal segir að í kjölfar árásarinnar þann 3. janúar hafi ungur maður verið handtekinn eftir að átta hundruð fentanyl pillur og tvær byssur fundust í bíl sem hann var á. Bíllinn var skráður á Pena og rannsóknir leiddu í ljós að byssurnar höfðu verið notaðar til áðurnefndrar skotárásar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira