Nokkrir dómarar á HM í handbolta bendlaðir við veðmálasvindl Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 10:24 Annar króatísku dómaranna sem liggur undir grun um veðmálasvindl áminnir hér Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í leik liðsins gegn Katar á HM á föstudaginn síðastliðinn. Vísir/Getty Átta handboltadómarar, sem dæma alþjóðlega leiki á hæsti stigi íþróttarinnar, liggja undir grun um að hafa tekið hátt í að hagræða úrslitum. Nokkrir þeirra eru að dæma á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð þessa dagana. Þetta kemur fram í frétt sem TV2 birtir í dag. Á meðal þeirra dómara sem hafa verið bendlaðir við veðmálasvindl eru króatíska dómaraparið Matija Gubica og Boris Milosevic sem sáu um dómgæsluna í leik Þýskalands og Katar á heimsmeistaramótinu á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir eru taldir í fremstu röð sem dómarar í handboltaheiminum í dag. En á sama tíma ber nafn þeirra á góma í skýrslu Sportradar sem gerð árið 2018. Sportradar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina hvort rökstuddur grunur geti verið um veðmálasvindl í íþróttaleikjum. Fyrirtækið starfar sem dæmi fyrir fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og samtök evrópskra knattspyrnusambanda. Fram kemur í skýrslunnni sem haldið er leynilegri enn sem komið en TV2 komst á snoðir og hefur undir höndum um að grunur sé um að Króatarnir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í sjö leikjum í Evrópukeppnum félagsliða sem þeir dæmdu. Allt í allt hefur Sportradar flaggað 26 leiki á tímabilinu september árið 2016 til nóvember árið 2017 þar sem greinendur telja að maðkur hafi verið í mysunni. Um er að ræða til að mynda leiki í Meistaradeild Evrópu og landsleiki. Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir sjaldgæft að Sportradar sendi frá sér skýrslu þar sem fram koma jafn mörg og augljós dæmi um rökstuddur grunur er um hagræðingu úrslita. Rasmussen segir einsýnt að evrópska handboltasambandið, EHF, verði að grípa til aðgerða vegna skýrslu Sportsradar. Sú staðreynd að dómarar, sem dæmdu leiki, sem flaggaðir séu í skýrslunni bendi hins vegar ekki til þess að EHF ætli að taka málið föstum tökum. Makedónska dómaraparið Gjorgij Nachevski og Slave Nikolov, sem einnig dæma á heimsmeistaramótinu, eru einnig bendlaðir við veðmálasvindli í framangreindri skýrslu. Dómararnir sem um ræðir hafa neitað þeim sökum sem á þá eru bornar en neita annars að tjá sig um málið. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt sem TV2 birtir í dag. Á meðal þeirra dómara sem hafa verið bendlaðir við veðmálasvindl eru króatíska dómaraparið Matija Gubica og Boris Milosevic sem sáu um dómgæsluna í leik Þýskalands og Katar á heimsmeistaramótinu á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir eru taldir í fremstu röð sem dómarar í handboltaheiminum í dag. En á sama tíma ber nafn þeirra á góma í skýrslu Sportradar sem gerð árið 2018. Sportradar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina hvort rökstuddur grunur geti verið um veðmálasvindl í íþróttaleikjum. Fyrirtækið starfar sem dæmi fyrir fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og samtök evrópskra knattspyrnusambanda. Fram kemur í skýrslunnni sem haldið er leynilegri enn sem komið en TV2 komst á snoðir og hefur undir höndum um að grunur sé um að Króatarnir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í sjö leikjum í Evrópukeppnum félagsliða sem þeir dæmdu. Allt í allt hefur Sportradar flaggað 26 leiki á tímabilinu september árið 2016 til nóvember árið 2017 þar sem greinendur telja að maðkur hafi verið í mysunni. Um er að ræða til að mynda leiki í Meistaradeild Evrópu og landsleiki. Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir sjaldgæft að Sportradar sendi frá sér skýrslu þar sem fram koma jafn mörg og augljós dæmi um rökstuddur grunur er um hagræðingu úrslita. Rasmussen segir einsýnt að evrópska handboltasambandið, EHF, verði að grípa til aðgerða vegna skýrslu Sportsradar. Sú staðreynd að dómarar, sem dæmdu leiki, sem flaggaðir séu í skýrslunni bendi hins vegar ekki til þess að EHF ætli að taka málið föstum tökum. Makedónska dómaraparið Gjorgij Nachevski og Slave Nikolov, sem einnig dæma á heimsmeistaramótinu, eru einnig bendlaðir við veðmálasvindli í framangreindri skýrslu. Dómararnir sem um ræðir hafa neitað þeim sökum sem á þá eru bornar en neita annars að tjá sig um málið.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira