Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. janúar 2023 19:30 Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira