Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 18:47 Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“ Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“
Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39