„Hægt að horfa á það þannig að við línumennirnir séum ekki alveg á sama stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2023 10:01 Elliði Snær hefur engar áhyggjur af línumannsstöðunni fyrir leikinn í kvöld. Vísir/vilhelm Elliði Snær Viðarsson segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Portúgal í kvöld en Ísland mætir Portúgal klukkan 19:30 í fyrsta leik liðsins á HM. Ákveðin gagnrýni heyrðist um liðið um helgina þegar Ísland mætti Þjóðverjum í tvígang í æfingarleikjum en hún snerist um varnarleik íslenska liðsins. Elliði leikur stórt hlutverk í varnarleiknum. „Það vantar kannski að byggja upp ákveðið traust á milli okkar, eða að við fáum þessa tilfinningu hvenær við eigum að hjálpa og ákveðnar tímasetningar. Þetta er bara ákveðnar fínpússningar,“ segir Elliði. Sumir hafa einfaldlega áhyggjur af línumannsstöðunni fyrir þetta mót en Elliði er einmitt línumaður ásamt þeim Ými Erni Gíslasyni og Arnari Frey Arnarssyni. „Þetta er ekkert að fara í okkur. Þetta var vitað ef maður horfir á hópinn. Við erum með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Við erum með góða línumenn en við erum samt ekki í bestu liðum í heiminum og ekki að spila í stærstu keppnunum í heimi. Það er alveg hægt að horfa á það þannig að við línumennirnir séum ekki alveg á sama stað og aðrir í liðinu. En það bara skiptir okkur engu máli, þetta verður bara geggjað.“ Kristianstad Arena er 4700 manna höll og fer leikurinn þar fram í kvöld. Búist er við þúsund Íslendingum á leikinn. „Það er bara geðveikt að það séu svona margir að koma og það er geðveikt að það sé svona mikil umræða í kringum liðið. Maður myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elliða sem tekið var fyrir æfingu liðsins í gær. Klippa: Hægt að horfa á það þannig að við línumennirnir séum ekki alveg á sama stað HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Ákveðin gagnrýni heyrðist um liðið um helgina þegar Ísland mætti Þjóðverjum í tvígang í æfingarleikjum en hún snerist um varnarleik íslenska liðsins. Elliði leikur stórt hlutverk í varnarleiknum. „Það vantar kannski að byggja upp ákveðið traust á milli okkar, eða að við fáum þessa tilfinningu hvenær við eigum að hjálpa og ákveðnar tímasetningar. Þetta er bara ákveðnar fínpússningar,“ segir Elliði. Sumir hafa einfaldlega áhyggjur af línumannsstöðunni fyrir þetta mót en Elliði er einmitt línumaður ásamt þeim Ými Erni Gíslasyni og Arnari Frey Arnarssyni. „Þetta er ekkert að fara í okkur. Þetta var vitað ef maður horfir á hópinn. Við erum með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Við erum með góða línumenn en við erum samt ekki í bestu liðum í heiminum og ekki að spila í stærstu keppnunum í heimi. Það er alveg hægt að horfa á það þannig að við línumennirnir séum ekki alveg á sama stað og aðrir í liðinu. En það bara skiptir okkur engu máli, þetta verður bara geggjað.“ Kristianstad Arena er 4700 manna höll og fer leikurinn þar fram í kvöld. Búist er við þúsund Íslendingum á leikinn. „Það er bara geðveikt að það séu svona margir að koma og það er geðveikt að það sé svona mikil umræða í kringum liðið. Maður myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Elliða sem tekið var fyrir æfingu liðsins í gær. Klippa: Hægt að horfa á það þannig að við línumennirnir séum ekki alveg á sama stað
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira