Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2023 08:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum yfir manninum má lesa að lögregla og sjúkralið hafi verið kallað til eftir að umræddur maður féll af rafhlaupahjóli og slasaðist. Maðurinn afþakkaði afstoð og vildi halda heim á leið. Lögreglu grunaði hins vegar að hann hafi verið að aka rafhlaupahjólinu undir áhrifum áfengis. Óskuðu þeir eftir öndunarsýni, sem maðurinn neitaði. Var honum þá tilkynnt að hann yrði handtekinn gæfi hann ekki öndunarsýni. Kemur fram í lögregluskýrslu að við það hafi hann orðið mjög æstur. Kallaði hann annan lögreglumanninn helvítis druslu og hrækti á viðkomandi. Er maðurinn var handjárnaður beit hann í upphandlegg hins lögreglumannsins. Upptaka úr búkmyndavél annars lögreglumannsins reyndist lykilgagn í málinu þar sem maðurinn kannaðist hvorki við að hafa hrækt á lögreglumanninn né bitið hinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að búkmyndavélin sýni að maðurinn ærist þegar tengdamóðir hans kom á vettvang til að hafa afskipti af lögreglumönnunum. Greinilega sjáist að maðurinn losi vinstri hönd sína, grípi utan um upphandlegg annars lögreglumannsins og kreisti. Þá megi greina hrákahljóð á upptökunni. Taldi dómurinn að þessi gögn ásamt trúverðugum framburði lögreglumannanna tveggja dugi til sína fram á að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um. Var hann því dæmdur í níutíu daga fangelsi vegna málsins. Dómsmál Rafhlaupahjól Akureyri Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum yfir manninum má lesa að lögregla og sjúkralið hafi verið kallað til eftir að umræddur maður féll af rafhlaupahjóli og slasaðist. Maðurinn afþakkaði afstoð og vildi halda heim á leið. Lögreglu grunaði hins vegar að hann hafi verið að aka rafhlaupahjólinu undir áhrifum áfengis. Óskuðu þeir eftir öndunarsýni, sem maðurinn neitaði. Var honum þá tilkynnt að hann yrði handtekinn gæfi hann ekki öndunarsýni. Kemur fram í lögregluskýrslu að við það hafi hann orðið mjög æstur. Kallaði hann annan lögreglumanninn helvítis druslu og hrækti á viðkomandi. Er maðurinn var handjárnaður beit hann í upphandlegg hins lögreglumannsins. Upptaka úr búkmyndavél annars lögreglumannsins reyndist lykilgagn í málinu þar sem maðurinn kannaðist hvorki við að hafa hrækt á lögreglumanninn né bitið hinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að búkmyndavélin sýni að maðurinn ærist þegar tengdamóðir hans kom á vettvang til að hafa afskipti af lögreglumönnunum. Greinilega sjáist að maðurinn losi vinstri hönd sína, grípi utan um upphandlegg annars lögreglumannsins og kreisti. Þá megi greina hrákahljóð á upptökunni. Taldi dómurinn að þessi gögn ásamt trúverðugum framburði lögreglumannanna tveggja dugi til sína fram á að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um. Var hann því dæmdur í níutíu daga fangelsi vegna málsins.
Dómsmál Rafhlaupahjól Akureyri Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira