Hvenær er nóg nóg? Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun