„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 Kári Kristján Kristjánsson er harður á því að íslenska liðið eigi að stefna á verðlaunasæti á HM í handbolta. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt. Felstir voru þeir sammála um það að svo væri ekki. Kári Kristján Kristjánsson segir að liðið eigi að stefna á verðlaunasæti. „Nei alls ekki. Þetta eru bara held ég raunhæfar kröfur. Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað,“ sagði Kári. Þá vildu Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Stefánsson báðir meina að strákarnir í hópnum vildu finna fyrir þessari pressu sem komin er frá íslensku þjóðinni. „Ég held að við séum með þannig gæja í þessum hóp að þeir vita bara um hvað þetta snýst og ég held að við getum bara sett hvaða pressu sem við viljum. Og þeir finna svo bara út úr því,“ sagði Ólafur. Pressan geti verið þungur kross að bera Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, var þó einn af þeim sem sagði að pressan gæti komið sér illa fyrir liðið. „Það er margt sem lítur vel út, en þessar væntingar sem er búið að setja á liðið er þungur kross að bera og það er ákveðin kúnst að stýra því. Auðvitað er gott að fólk hefur trú á liðinu en engu að síður hefur sagan kennt okkur það að það er betra að vaðið fyrir neðan sig þegar maður fer í svona mót og stilla væntingunum í hóf. Ég hef enga trú á öðru en að Guðmundur geri það með sinni einstöku snilld,“ sagði Aðalsteinn. Mikilvægt að byrja mótið vel Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni og markahæsti landsliðsmaður heims, segist vera gríðarlega bjartsýnn fyrir mótinu. „Ég er eins og flestir. ég er rosalega bjartsýnn, en náttúrulega af eigin reynslu þá veit ég það að það er rosalega mikilvægt að byrja mótið vel. Við vitum að við erum í erfiðum riðli og það skiptir miklu máli að byrja vel, það skiptir miklu máli að taka með sér stig í milliriðilinn og það skiptir máli að koma sér í átta liða úrslitaleikinn og þá getur allt gerst,“ „Ég er ekki að fara að standa hérna og segja að við séum að fara að vinna alla leiki, en við erum með lið sem getur unnið alla. Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er einhversstaðar að spila lítið eða í litlu hlutverki í sínu liði. Það er að koma aftur upp lið eins og við vorum með fyrir þónokkrum árum síðan þar sem allir eru í virkilega góðum og stórum hlutverkum og eru mikilvægir og góðir leikmenn. Plús það að þeir eru í góðu formi og eru allir að mínu mati að spila alveg gríðarlega vel.“ Að lokum sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni, að ef Ísland ætlaði sér einhverntíman að verða heimsmeistari í handbolta þá væri rétti tíminn núna. „Það er allt í lagi að vera með kassann út núna fyrir mót og ég held að ef þeir vinna ekki núna þá veit ég ekki hvenær þeir vinna.“ Svava ræddi einnig við þau Rúnar Kárason, Rakel Dögg Bragadóttur, Örn Þrastarson, Anton Rúnarsson og Harald Þorvarðarson, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þjálfarar og fyrrum landsliðsmenn um möguleika Íslands á HM Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Felstir voru þeir sammála um það að svo væri ekki. Kári Kristján Kristjánsson segir að liðið eigi að stefna á verðlaunasæti. „Nei alls ekki. Þetta eru bara held ég raunhæfar kröfur. Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað,“ sagði Kári. Þá vildu Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Stefánsson báðir meina að strákarnir í hópnum vildu finna fyrir þessari pressu sem komin er frá íslensku þjóðinni. „Ég held að við séum með þannig gæja í þessum hóp að þeir vita bara um hvað þetta snýst og ég held að við getum bara sett hvaða pressu sem við viljum. Og þeir finna svo bara út úr því,“ sagði Ólafur. Pressan geti verið þungur kross að bera Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, var þó einn af þeim sem sagði að pressan gæti komið sér illa fyrir liðið. „Það er margt sem lítur vel út, en þessar væntingar sem er búið að setja á liðið er þungur kross að bera og það er ákveðin kúnst að stýra því. Auðvitað er gott að fólk hefur trú á liðinu en engu að síður hefur sagan kennt okkur það að það er betra að vaðið fyrir neðan sig þegar maður fer í svona mót og stilla væntingunum í hóf. Ég hef enga trú á öðru en að Guðmundur geri það með sinni einstöku snilld,“ sagði Aðalsteinn. Mikilvægt að byrja mótið vel Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni og markahæsti landsliðsmaður heims, segist vera gríðarlega bjartsýnn fyrir mótinu. „Ég er eins og flestir. ég er rosalega bjartsýnn, en náttúrulega af eigin reynslu þá veit ég það að það er rosalega mikilvægt að byrja mótið vel. Við vitum að við erum í erfiðum riðli og það skiptir miklu máli að byrja vel, það skiptir miklu máli að taka með sér stig í milliriðilinn og það skiptir máli að koma sér í átta liða úrslitaleikinn og þá getur allt gerst,“ „Ég er ekki að fara að standa hérna og segja að við séum að fara að vinna alla leiki, en við erum með lið sem getur unnið alla. Þegar þú lítur yfir hópinn þá er enginn leikmaður í hópnum sem er einhversstaðar að spila lítið eða í litlu hlutverki í sínu liði. Það er að koma aftur upp lið eins og við vorum með fyrir þónokkrum árum síðan þar sem allir eru í virkilega góðum og stórum hlutverkum og eru mikilvægir og góðir leikmenn. Plús það að þeir eru í góðu formi og eru allir að mínu mati að spila alveg gríðarlega vel.“ Að lokum sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í austurrísku úrvalsdeildinni, að ef Ísland ætlaði sér einhverntíman að verða heimsmeistari í handbolta þá væri rétti tíminn núna. „Það er allt í lagi að vera með kassann út núna fyrir mót og ég held að ef þeir vinna ekki núna þá veit ég ekki hvenær þeir vinna.“ Svava ræddi einnig við þau Rúnar Kárason, Rakel Dögg Bragadóttur, Örn Þrastarson, Anton Rúnarsson og Harald Þorvarðarson, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þjálfarar og fyrrum landsliðsmenn um möguleika Íslands á HM
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira