„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 09:01 Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. „Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira