Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2023 17:03 Hér má sjá salinn í Granda mathöll. Vísir/Vilhelm Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. Neytendastofa hefur sektað tólf veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar segir að í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum hafi fulltrúar Neytendastofu farið í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. „Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum,“ segir á vef Neytendastofu. Veitingastaðir í fjölmörgum mathöllum fengu fimmtíu þúsund króna sekt.Vísir/Vilhelm Athugaðar voru verðmerkingar hjá 54 veitingastöðum og voru gerðar athugasemdir við 37 staði. „Allir veitingastaðirnir höfðu matvöru verðmerkta en níu höfðu engar verðmerkingar á drykkjum. Á 28 stöðum voru verðmerkingar til staðar en skorti magnupplýsingar drykkja. Með bréfum Neytendastofu var tilmælum beint til veitingastaðanna að koma verðmerkingum í rétt horf.“ Neytendastofa hefur nú lagt stjórnvaldssekt á tólf fyrirtæki vegna fimmtán veitingastaða sem bættu ekki verðmerkingar innan tilskilins frests. Veitingastaðirnir sem ekki bættu ráð sitt eru Natalía og Næra í Veru mathöll, Kore í Granda mathöll, Kore og Tokoyo Sushi í Kringlu mathöll, Wokon, Beef and buns og Tandoori Palace í Höfða mathöll, Hipstur, Yuzu og Pronto pasta í Borg 29, Aku, Fuego, Band Vín og Grill og Kualua í Hafnartorgi mathöll og Fuego á Hlemmi. Rekstraraðilar staðanna hafa þrjá mánuði til að greiða sektina. Veitingastaðir Verðlag Reykjavík Kringlan Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Neytendastofa hefur sektað tólf veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar segir að í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum hafi fulltrúar Neytendastofu farið í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. „Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum,“ segir á vef Neytendastofu. Veitingastaðir í fjölmörgum mathöllum fengu fimmtíu þúsund króna sekt.Vísir/Vilhelm Athugaðar voru verðmerkingar hjá 54 veitingastöðum og voru gerðar athugasemdir við 37 staði. „Allir veitingastaðirnir höfðu matvöru verðmerkta en níu höfðu engar verðmerkingar á drykkjum. Á 28 stöðum voru verðmerkingar til staðar en skorti magnupplýsingar drykkja. Með bréfum Neytendastofu var tilmælum beint til veitingastaðanna að koma verðmerkingum í rétt horf.“ Neytendastofa hefur nú lagt stjórnvaldssekt á tólf fyrirtæki vegna fimmtán veitingastaða sem bættu ekki verðmerkingar innan tilskilins frests. Veitingastaðirnir sem ekki bættu ráð sitt eru Natalía og Næra í Veru mathöll, Kore í Granda mathöll, Kore og Tokoyo Sushi í Kringlu mathöll, Wokon, Beef and buns og Tandoori Palace í Höfða mathöll, Hipstur, Yuzu og Pronto pasta í Borg 29, Aku, Fuego, Band Vín og Grill og Kualua í Hafnartorgi mathöll og Fuego á Hlemmi. Rekstraraðilar staðanna hafa þrjá mánuði til að greiða sektina.
Veitingastaðir Verðlag Reykjavík Kringlan Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira