Yfirrabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 08:36 Pinchas Goldschmidt neitaði að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu og flúði land. Getty/Sven Hoppe Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu. Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira