Hafnar gagnrýni: „Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2022 19:01 Forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti frekari varnir í nýrri tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um hervarnir Íslands. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira