Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 14:04 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var enn og aftur einn af mest gúggluðu Íslendingunum á árinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum. Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu. Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu.
Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent