Bílastæðasjóður stelur jólunum frá fötluðum manni Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2022 14:23 Vilberg segist hafa gert allt samkvæmt bókinni, lagt í stæði sem merkt er fötluðum, enda er hann fatlaður eftir vinnuslys sem hann lenti í fyrir tíu árum, og bíll hans er merktur fötluðum manni. En allt kemur fyrir ekki, Bilastæðasjóður stendur fastur á sínu og mun engu ansa þar um fyrr en 4. janúar, starfsmenn Bílastæðasjóðs eru komnir í jólafrí. aðsend Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs. Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“ Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“
Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent