Eins og að hoppa út í djúpu laugina Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2022 10:04 Vigdís Finnbogadóttir situr nú á friðarstóli tuttugu og sex árum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands. Hún er bjartsýn fyrir hönd ungu kynslóðarinnar og þakklát fyrir viðburðaríkt líf. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.
Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira