Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. desember 2022 21:50 Konráð S. Guðjónsson er efnahagsráðjafi Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Hagstofa Íslands hefur ákveðið að veita starfsmönnum sínum aukalega vikulangt jólafrí. Hagstofan verður lokuð á milli jóla og nýárs. Hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins segir fríið koma spánskt fyrir sjónir í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“ Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hagstofan tilkynnti um lokunina í tilkynningu á Twitter. Í samtali við mbl.is segir Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri að fríið sé leið til að verðlauna starfsmenn fyrir vel unnin störf. Ekki sé veitt slíkt frí hvert ár en Hrafnhildur segir að fríið sé hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins setur spurningamerki við þessa ákvörðun Hagstofunnar. „Sex dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóg,“ skrifar Konráð á Twitter. 6 dögum lengra orlof en á almennum vinnumarkaði og frí annan hvern föstudag er vitanlega ekki nóghttps://t.co/6DLGcvoWjp— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) December 21, 2022 „Þetta óneitanlega skýtur skökku við, ég veit ekki til þess að heilu fyrirtækin bara loki á milli jóla og nýárs,“ segir Konráð í samtali við fréttastofu. Mikill munur á opinberum og almennum vinnumarkaði Þar sem að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði fái fleiri orlofsdaga ofan á styttri vinnuviku komi þessi ákvörðun honum spánskt fyrir sjónir. „Orlofsrétturinn er almennt um 30 dagar á opinberum vinnumarkaði, samanborið við um 24 á almennum vinnumarkaði. Vinnutímastyttingin sem ráðist var í á síðustu árum var einnig miklu meiri hjá hinu opinbera,“ segir Konráð. Hann telur einnig að varlega þurfi að fara í sakirnar þegar það kemur að vinnutímastyttingu. „Í úttekt á vegum fjármálaráðuneytisins á styttingu vinnuvikunnar hjá ríkinu virðist niðurstaðan vera að ávinningur af styttingu sé ekki jafn mikill og vonast var til. Þetta er bara mjög kostnaðarsamt.“
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði