Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 09:15 Efri röð frá vinstri: Guðni, Hreinn, Inga, Vilhjálmur og Steinunn. Neðri röð frá vinstri: Haraldur, Birgit, Þórarinn, Hrefna og Arnór Ingi. Vísir Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Lilja Katrín, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Guðmundur Felix Grétarsson var útnefndur maður ársins í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2022 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lilja Katrín, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Guðmundur Felix Grétarsson var útnefndur maður ársins í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira