8.000.000.000 manna, ágirnd og Jesúbarnið Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 20. desember 2022 11:31 15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057. Þá gæti horft til vandræða um skiptingu lífsins gæða, baráttan um brauðið yrði blóðugri en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar spendýrategundar, homo sapiens sapiens, sem obbinn af Íslendingum heyra til. Hvað er til ráða? Afnám auðvaldsskipulagsins, kapítalismans, með gjörbyltingu hugarfars, ástríðna og hvata sem þetta tortímingarkerfi nærist á! Afnám fimmtu dauðasyndarinnar: ágirndar. Innleiðing hliðstæðrar höfuðdyggðar: örlætis og gjafmildi. Jólabarnið segir: „Þú þjónar ekki tveimur herrum; Guði og mammon“. Ennfremur: „Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ Í Markúsarguðspjalli, 10. kapítula, er þessi merkilega frásögn um fyrirlitningu jólabarnsins á auði og eignafíkn: „17. Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ 18. Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19. Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.'“ 20. Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“ 21. Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.“ 22. En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir. 23. Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.“ Jólabarnið er ómyrkt í máli. Sel ALLT sem þú átt og gef fátækum, ekki bara þriðjung, helming eða þrjá fjórðu. Allt! Jólabarnið helgar sig snauðum og fátækum. Og á Íslandi eru vissulega margir sem lepja dauðann úr skel. 350 þúsund krónur á mánuði eru háð og spé þegar leiga fyrir tveggja herbergja íbúð er 250 þúsund á mánuði (320 þúsund hjá Ölmu?), það kostar 45 þúsund að láta draga úr sér brotinn jaxl og kíló af ýsuflökum kostar 4 þúsund krónur. Jólabarnið mun því leggja blessun sína yfir málflutning verkalýðshreyfingarinnar þegar hún fer fram á réttlæti og sanngirni í samningum við vinnukaupendur á næstu mánuðum! Jólabarnið mun stappa stálinu í þá sem benda Þorsteini Má og Benedikt, Guðbjörgu og Björgólfi, og öðrum íslenskum auðkýfingum, á að þeim gefist kostur á björgun sálar sinnar, frelsi frá helvítislogum, með því að afsala sér eigum sínum í hendur þeim sem skortir flest. Jólabarnið breiðir út faðminn og fagnar nýju systkini sínu, númer 8000000000. Jólabarnið staðhæfir að allir eigi heiminn, allir eigi gæði heimsins, allir eigi kröfu á lífi, menntun og menningu í heiminum. Gleðileg jól; Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Jól Trúmál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
15. nóvember síðastliðinn fæddist enn eitt Jesúbarnið í heiminum, Jesúbarn númer 8000000000. Hvort Kaspar, Melkjór og Baltasar gáfu því gull, reykelsi og myrru kom ekki fram í fréttatilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar benda samtökin á að menn, karlar og konur, verði um 9 milljarðar talsins 2037, og 10 milljarðar tuttugu árum síðar, eða 2057. Þá gæti horft til vandræða um skiptingu lífsins gæða, baráttan um brauðið yrði blóðugri en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar spendýrategundar, homo sapiens sapiens, sem obbinn af Íslendingum heyra til. Hvað er til ráða? Afnám auðvaldsskipulagsins, kapítalismans, með gjörbyltingu hugarfars, ástríðna og hvata sem þetta tortímingarkerfi nærist á! Afnám fimmtu dauðasyndarinnar: ágirndar. Innleiðing hliðstæðrar höfuðdyggðar: örlætis og gjafmildi. Jólabarnið segir: „Þú þjónar ekki tveimur herrum; Guði og mammon“. Ennfremur: „Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ Í Markúsarguðspjalli, 10. kapítula, er þessi merkilega frásögn um fyrirlitningu jólabarnsins á auði og eignafíkn: „17. Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ 18. Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19. Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.'“ 20. Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“ 21. Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.“ 22. En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir. 23. Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.“ Jólabarnið er ómyrkt í máli. Sel ALLT sem þú átt og gef fátækum, ekki bara þriðjung, helming eða þrjá fjórðu. Allt! Jólabarnið helgar sig snauðum og fátækum. Og á Íslandi eru vissulega margir sem lepja dauðann úr skel. 350 þúsund krónur á mánuði eru háð og spé þegar leiga fyrir tveggja herbergja íbúð er 250 þúsund á mánuði (320 þúsund hjá Ölmu?), það kostar 45 þúsund að láta draga úr sér brotinn jaxl og kíló af ýsuflökum kostar 4 þúsund krónur. Jólabarnið mun því leggja blessun sína yfir málflutning verkalýðshreyfingarinnar þegar hún fer fram á réttlæti og sanngirni í samningum við vinnukaupendur á næstu mánuðum! Jólabarnið mun stappa stálinu í þá sem benda Þorsteini Má og Benedikt, Guðbjörgu og Björgólfi, og öðrum íslenskum auðkýfingum, á að þeim gefist kostur á björgun sálar sinnar, frelsi frá helvítislogum, með því að afsala sér eigum sínum í hendur þeim sem skortir flest. Jólabarnið breiðir út faðminn og fagnar nýju systkini sínu, númer 8000000000. Jólabarnið staðhæfir að allir eigi heiminn, allir eigi gæði heimsins, allir eigi kröfu á lífi, menntun og menningu í heiminum. Gleðileg jól; Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar