Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 08:28 Eins og sjá má eru vegir á Suðurnesjum rauðir. Þar er lokað en bílar eru fluttir í kippum eftir Reykjanesbrautinni. Vegaerðin Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38
Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06