Órökstudd aðför að bláum Capri Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun