Sérfræðingar Europol töldu mennina við það að fremja hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 19:07 Annar mannanna færður fyrir dómara í haust. Vísir/Vilhelm Mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir að undirbúa hryðjuverk ræddu sín á milli að keyra trukk í gegnum gleðigönguna. Þeir töluðu einnig um að gera árásir á Alþingi, dómsmálaráðuneytið og lögregluna, auk þess sem þeir töluðu um að myrða nafngreinda einstaklinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar um að sleppa öðrum mannanna úr gæsluvarðhaldi en úrskurðurinn var birtur á vef Landsréttar í dag og honum fylgir gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 9. desember, þegar gæsluvarðhald mannanna var lengt. Mönnunum tveimur var sleppt fyrr í vikunni og byggði Landsréttur þá ákvörðun á geðmati um að mennirnir væru ekki hættulegir. Sjá einnig: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að lögreglan hafi leitað til sérfræðinga Europol í málefnum hryðjuverka og hryðjuverkasamtaka. Þeir voru fengnir til að fara yfir gögn málsins og mátu málið svo að mennirnir hafi verið við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Með vopn og efni um hryðjuverkamenn og hryðjuverk Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra. Maðurinn sem úrskurðurinn fjallar um neitaði því að hafa undirbúið hryðjuverk og sagði ummæli þeirra um hin ýmsu voðaverk vera marklaus. Þau hefðu verið sett fram í gríni og undir áhrifum áfengis. Það sama ætti við um allt efnið sem þeir hefðu aflað sér. Sjá einnig: Sagður hafa viljað lögreglubúning fyrir skotárás Maðurinn er sagður hafa verið byrjaður að skrifa sitt eigið „manifesto“ eins og það er kallað á ensku en er nokkurs konar yfirlýsing sem birt er í tengslum við hryðjuverkaárás. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00 Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25 Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. 13. desember 2022 20:28 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar um að sleppa öðrum mannanna úr gæsluvarðhaldi en úrskurðurinn var birtur á vef Landsréttar í dag og honum fylgir gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 9. desember, þegar gæsluvarðhald mannanna var lengt. Mönnunum tveimur var sleppt fyrr í vikunni og byggði Landsréttur þá ákvörðun á geðmati um að mennirnir væru ekki hættulegir. Sjá einnig: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að lögreglan hafi leitað til sérfræðinga Europol í málefnum hryðjuverka og hryðjuverkasamtaka. Þeir voru fengnir til að fara yfir gögn málsins og mátu málið svo að mennirnir hafi verið við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Með vopn og efni um hryðjuverkamenn og hryðjuverk Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra. Maðurinn sem úrskurðurinn fjallar um neitaði því að hafa undirbúið hryðjuverk og sagði ummæli þeirra um hin ýmsu voðaverk vera marklaus. Þau hefðu verið sett fram í gríni og undir áhrifum áfengis. Það sama ætti við um allt efnið sem þeir hefðu aflað sér. Sjá einnig: Sagður hafa viljað lögreglubúning fyrir skotárás Maðurinn er sagður hafa verið byrjaður að skrifa sitt eigið „manifesto“ eins og það er kallað á ensku en er nokkurs konar yfirlýsing sem birt er í tengslum við hryðjuverkaárás.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00 Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25 Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. 13. desember 2022 20:28 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00
Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25
Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. 13. desember 2022 20:28
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23