„Það er ekki eðlilegt að það verði svona mörg slys“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 21:00 Móðir þriggja ára stelpu sem fótbrotnaði í trampólíngarðinum Rush vill að foreldrar séu meðvitaðir um hætturnar sem fylgt geta trampólínhoppi. Dóttir vinkonu hennar fótbrotnaði vikuna áður. Í sjónvarpsfréttinni má sjá hina þriggja ára Ragnheiði Nínu í skemmtigarðinum Rush fyrir stuttu að hoppa og skemmta sér. „Og er það bara að hoppa og hafa gaman, en svo bara gerist eitthvað. Virðist vera tempó vesen sem gerist. Hún er ekki að hoppa eitthvað svakalega. Það er eins og hún sé að koma af trampólíni þegar það heyrist smellur,“ sagði Margrét Erla Maack, móðir Ragnheiðar Nínu. „Voruð þið kannski í Rush?“ Smellur sem boðaði ekki gott. Ragnheiður Nína fótbrotnaði og þarf að vera í gipsi fram yfir jól. „Það sem kannski kom mest á óvart var að þegar farið var með hana upp á slysavarnarstofu þá var svolítið bara litið á klukkuna og sagt: Já það er sunnudagur og klukkan er ellefu, voruð þið kannski í Rush? Þannig það kom engum á óvart þarna að þetta væri eitthvað og svo þegar ég fór að tala um þetta á samfélagsmiðlum þá sé ég að barn vinkonu minnar Ásu, hún fótbrotnaði vikuna áður á sama stað.“ Hjalti Már Björnsson er læknir á bráðamóttökunni.sigurjón ólason Engar tölur eru til um fjölda trampólínslysa hjá Bráðamóttökunni en læknir segir slysin kunnugleg. „Því miður þá sjáum við þennan flokk af slysum svolítið hjá okkur á Bráðamóttökunni,“ sagði Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttökunni. Meiðslin séu aðallega beinbrot og í einstaka tilfellum hryggáverkar. Allri hreyfingu fylgi slysatíðni og mikilvægt að fólk fari varlega. Alltaf ætti einn að hoppa í einu. „Og sérstaklega hættulegt er ef það eru tveir að hoppa í einu af mismunandi stærð og þyngd.“ Gleðipinnar reka Rush og í samtali við fréttastofu segir markaðsstjórinn að tíðni óhappa sé mjög lág í ljósi fjöldans sem sækir garðinn. Reglum hafi verið breytt til að auka öryggi gesta og nú þurfi forráðamenn að fylgja börnum í svokallaða krakkatíma. Margrét segir að slys Ragnheiðar hafi gerst eftir að reglum var breytt enda hafi hún einmitt verið í þessum sérstaka krakkatíma. Með viðtalinu vill hún að foreldrar séu meðvitaðir um hættuna sem fylgt getur trampólínhoppi. „Það er áhætta ef þú átt barn að vakna á morgnanna og fara út úr húsi en það er hægt að minnka alls konar áhættur. Ef það væru börn að fótbrotna með viku millibili í sundlaugum Reykjavíkur þá væri eitthvað gert,“ segir Margrét. „Og maður er auðvitað látinn skrifa undir þegar maður kemur með barnið að þú berir ábyrgð á því, eðlilega. Það er mjög eðlilegt. En það er ekki eðlilegt að það verði svona mörg slys þarna, bara sem maður heyrir úr nærumhverfi sínu.“ Uppfært 16. desember klukkan 12:00: Samkvæmt upplýsingum kom umrædd breyting á öryggisverglum er varðar aldurstakmark í Rush trampólíngarðinn til framkvæmda laugardaginn 10. desember. Slysin sem vitnað er til í fréttunum áttu sér stað fyrir þann tíma. Slysavarnir Börn og uppeldi Landspítalinn Kópavogur Tengdar fréttir Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 14. desember 2022 12:56 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni má sjá hina þriggja ára Ragnheiði Nínu í skemmtigarðinum Rush fyrir stuttu að hoppa og skemmta sér. „Og er það bara að hoppa og hafa gaman, en svo bara gerist eitthvað. Virðist vera tempó vesen sem gerist. Hún er ekki að hoppa eitthvað svakalega. Það er eins og hún sé að koma af trampólíni þegar það heyrist smellur,“ sagði Margrét Erla Maack, móðir Ragnheiðar Nínu. „Voruð þið kannski í Rush?“ Smellur sem boðaði ekki gott. Ragnheiður Nína fótbrotnaði og þarf að vera í gipsi fram yfir jól. „Það sem kannski kom mest á óvart var að þegar farið var með hana upp á slysavarnarstofu þá var svolítið bara litið á klukkuna og sagt: Já það er sunnudagur og klukkan er ellefu, voruð þið kannski í Rush? Þannig það kom engum á óvart þarna að þetta væri eitthvað og svo þegar ég fór að tala um þetta á samfélagsmiðlum þá sé ég að barn vinkonu minnar Ásu, hún fótbrotnaði vikuna áður á sama stað.“ Hjalti Már Björnsson er læknir á bráðamóttökunni.sigurjón ólason Engar tölur eru til um fjölda trampólínslysa hjá Bráðamóttökunni en læknir segir slysin kunnugleg. „Því miður þá sjáum við þennan flokk af slysum svolítið hjá okkur á Bráðamóttökunni,“ sagði Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttökunni. Meiðslin séu aðallega beinbrot og í einstaka tilfellum hryggáverkar. Allri hreyfingu fylgi slysatíðni og mikilvægt að fólk fari varlega. Alltaf ætti einn að hoppa í einu. „Og sérstaklega hættulegt er ef það eru tveir að hoppa í einu af mismunandi stærð og þyngd.“ Gleðipinnar reka Rush og í samtali við fréttastofu segir markaðsstjórinn að tíðni óhappa sé mjög lág í ljósi fjöldans sem sækir garðinn. Reglum hafi verið breytt til að auka öryggi gesta og nú þurfi forráðamenn að fylgja börnum í svokallaða krakkatíma. Margrét segir að slys Ragnheiðar hafi gerst eftir að reglum var breytt enda hafi hún einmitt verið í þessum sérstaka krakkatíma. Með viðtalinu vill hún að foreldrar séu meðvitaðir um hættuna sem fylgt getur trampólínhoppi. „Það er áhætta ef þú átt barn að vakna á morgnanna og fara út úr húsi en það er hægt að minnka alls konar áhættur. Ef það væru börn að fótbrotna með viku millibili í sundlaugum Reykjavíkur þá væri eitthvað gert,“ segir Margrét. „Og maður er auðvitað látinn skrifa undir þegar maður kemur með barnið að þú berir ábyrgð á því, eðlilega. Það er mjög eðlilegt. En það er ekki eðlilegt að það verði svona mörg slys þarna, bara sem maður heyrir úr nærumhverfi sínu.“ Uppfært 16. desember klukkan 12:00: Samkvæmt upplýsingum kom umrædd breyting á öryggisverglum er varðar aldurstakmark í Rush trampólíngarðinn til framkvæmda laugardaginn 10. desember. Slysin sem vitnað er til í fréttunum áttu sér stað fyrir þann tíma.
Slysavarnir Börn og uppeldi Landspítalinn Kópavogur Tengdar fréttir Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 14. desember 2022 12:56 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 14. desember 2022 12:56