Verðbólgin heimili Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. desember 2022 08:02 Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar