Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Jón Gunnarsson skrifar 13. desember 2022 14:30 Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar