„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2022 07:00 Valsmenn stóðu vel í þýska stórliðinu Flensburg, en mæta Svíþjóðarmeisturum Ystads annað kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta. Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira
Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn