Fyrrverandi forseti og varaforseti Gvatemala í sextán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 10:15 Otto Perez var forseti Gvatemala á árinu 2012 til 2015. Getty Dómstóll í Gvatemala hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Otto Perez, og varaforsetann Roxana Baldetti, í sextán ára fangelsi fyrir fjárkúgun og tollsvik. Hinn 72 ára Perez neitaði sök í málinu og sagði sakfellinguna „án nokkurra sannanna“. Hann hyggst áfrýja dómnum. Perez tók við embætti forseta Gvatemala árið 2012 en var bolað frá völdum árið 2015, fáeinum mánuðum áður en kjörtímabilið hans var á enda. Í frétt DW segir að Perez og Baldetti hafi verið sökuð um að hafa farið fyrir hópi tollsvikara sem var sagt hafa stolið andvirði um 3,5 milljóna Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum. Á hópurinn að hafa fyrir hönd innflytjenda staðið fyrir mútugreiðslum til að forðast greiðslu tolla. Perez og Baldetti voru sakfelld af ákæru um fjárkúgun og tollsvik, en sýknuð af þeim ákærulið sem sneri að því að hafa auðgast persónulega á ólöglegan hátt. Roxana Baldetti, fyrrverandi varaforseti Gvatemala.Getty La Linea Málið hefur gengið undir nafninu „La Linea“ í Gvatemala. Það var alþjóðleg rannsóknarnefnd, sem naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna, sem hóf upphaflega rannsókn á málinu. Nefndin var lögð niður af þáverandi forseta, Jimmy Morales, þegar nefndin hóf rannsókn á hans málum árið 2019. Perez hefur setið í fangelsi síðustu sjö árin á meðan dóms hefur verið beðið í málinu. Baldetti var dæmd í fimmtán ára fangelsi í öðru svikamáli árið 2018. Perez og Bladetti var jafnframt gert að greiða háar fjárhæðir í sekt vegna málsins. Gvatemala Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Hinn 72 ára Perez neitaði sök í málinu og sagði sakfellinguna „án nokkurra sannanna“. Hann hyggst áfrýja dómnum. Perez tók við embætti forseta Gvatemala árið 2012 en var bolað frá völdum árið 2015, fáeinum mánuðum áður en kjörtímabilið hans var á enda. Í frétt DW segir að Perez og Baldetti hafi verið sökuð um að hafa farið fyrir hópi tollsvikara sem var sagt hafa stolið andvirði um 3,5 milljóna Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum. Á hópurinn að hafa fyrir hönd innflytjenda staðið fyrir mútugreiðslum til að forðast greiðslu tolla. Perez og Baldetti voru sakfelld af ákæru um fjárkúgun og tollsvik, en sýknuð af þeim ákærulið sem sneri að því að hafa auðgast persónulega á ólöglegan hátt. Roxana Baldetti, fyrrverandi varaforseti Gvatemala.Getty La Linea Málið hefur gengið undir nafninu „La Linea“ í Gvatemala. Það var alþjóðleg rannsóknarnefnd, sem naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna, sem hóf upphaflega rannsókn á málinu. Nefndin var lögð niður af þáverandi forseta, Jimmy Morales, þegar nefndin hóf rannsókn á hans málum árið 2019. Perez hefur setið í fangelsi síðustu sjö árin á meðan dóms hefur verið beðið í málinu. Baldetti var dæmd í fimmtán ára fangelsi í öðru svikamáli árið 2018. Perez og Bladetti var jafnframt gert að greiða háar fjárhæðir í sekt vegna málsins.
Gvatemala Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira