Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 18:14 Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár. Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
Frumvarpið felur í sér að sett verði nýtt ákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn, sem kveði á um heimild til undanþágu frá reglu um hámarksaldur ríkisstarfsmanna sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og aðrar undanþágur í tengslum við hana. Markmið frumvarpsins er að auka sveigjanleika í starfslokum heilbrigðisstarfsmanna og er frumvarpið til þess fallið að bæta mönnun heilbrigðisþjónustunnar og þar með auka gæði hennar og auka öryggi sjúklinga. Talið er að frumvarpið muni bæta réttarstöðu þess heilbrigðisstarfsfólk sem er yfir sjötugt og þegar starfar í heilbrigðiskerfinu. Einnig sé það til þess fallið að heilbrigðisstarfsfólk sem býr við góða heilsu eftir sjötugt muni í auknum mæli óska eftir því að leggja sitt af mörkum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegur liður í að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu Fram kemur að lykilþáttur í fyrirséðum versnandi mönnunarskorti sé sá að umtalsverður hluti heilbrigðisstarfsmanna nálgast eftirlaunaaldur og við 70 ára aldur er skylt að segja þeim upp. Lagasetningin er því talin nauðsynlegur liður í því markmiði að tryggja fullnægjandi mönnun heilbrigðisþjónustu þó að ljóst sé að meira þurfi að gera til að ná markmiðum um mönnun. Samkvæmt undanþágunni verður heimilt að ráða heilbrigðisstarfsmann með tímabundnum ráðningasamningi til allt að tveggja ára í senn allt til 75 ára aldurs í starf við veitingu heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu, þrátt fyrir að skylt hafi verið að segja honum upp störfum við 70 ára aldur, enda hafi hann enn heilsu og áhuga til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu. Ákvæðið nær ekki til embættismanna. Í lagaheimildinni mun koma sérstaklega fram að starfið þurfi að felast í veitingu heilbrigðisþjónustu til sjúklinga, og er hér átt við bein klínísk störf, m.ö.o. á gólfinu. Einnig er gert ráð fyrir að starfið geti samhliða beinum klínískum störfum eða að öllu leyti falist í handleiðslu yngra heilbrigðisstarfsfólks og nema. Þá er í lokamálsgreininni sérstaklega tekið fram að undanþáguheimild ákvæðisins gildi ekki um ráðningu í yfirmanns- eða stjórnunarstöður hjá ríkinu þar sem mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins liggur ekki þar.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Alþingi Tengdar fréttir Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00 Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50
Fólk hafi val um starfslok sín Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segist ekki leggjast gegn áformum Þorsteins Víglundssonar um að afnema hámarksaldur ríkisstarfsmanna. 22. maí 2017 07:00
Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum. 21. maí 2017 14:20