Einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar á Bankastræti Club Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 11:14 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins miða þokkalega. Öllum nema einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club en þrjátíu eru með stöðu sakbornings í tengslum við málið. Rannsókn lögreglu miðar nú að því að komast að tilefni árásarinnar. Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09
Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27
Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55