Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 3. desember 2022 16:01 Ágúst á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Hulda Margrét „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. „Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06