Aukið aðgengi fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 3. desember 2022 07:00 Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag höldum við hátíðlegan alþjóðlegan dag fatlaðs fólks sem ætlað er að stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Í ár er sérstök áhersla á hlutverk nýsköpunar við að ýta undir aðgengilegan og sanngjarnan heim. Í starfi mínu sem ráðherra hef ég lagt þunga áherslu á þau sjálfsögðu réttindi að fatlað fólk eigi að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við aðra. Aðgengi er forsenda þátttöku. Þegar við erum að tala um aðgengi er ekki nóg að hugsa um byggingar. Hindranir samfélagsins valda fötluðu fólki erfiðleikum. Verkefnið er því að tryggja aðgengi til jafns við aðra að efnislegu umhverfi, samgöngum, upplýsingum, samskiptum og allri annarri þjónustu eða aðstöðu sem almenningi stendur til boða hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ríkisstjórnin hefur sett umfangsmikla vinnu í gang til að auka og tryggja réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að nefna nokkur mikilvæg atriði í því sambandi: Í fyrsta lagi vinnur forsætisráðherra að lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að stofnun Mannréttindastofnunar. Í öðru lagi vinnum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að gerð landsáætlunar um innleiðingu og framkvæmd samningsins hér á landi. Í þriðja lagi hef ég lagt ríka áherslu á að tryggja stafrænt aðgengi fatlaðs fólks og höfum við þegar stigið fyrsta skrefið í því verkefni með opnun svokallaðs stafræns talsmannagrunns þar sem persónulegir talsmenn fatlaðs fólks geta nú fengið aðgang að stafrænu pósthólfi skjólstæðinga sinna og sinnt margvíslegum rafrænum erindum. Áframhaldandi þróun þessa er í gangi þannig að talsmannagrunnurinn nái til víðtækari þjónustu. Í fjórða lagi mun ég á næstu dögum skipa starfshóp í samvinnu við háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, sem á að vinna tillögur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Í fimmta lagi vil ég svo nefna endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem mun stuðla að aukinni virkni og tækifærum á vinnumarkaði, auk þess að bæta kjör þeirra sérstaklega sem lakast standa á meðal örorkulífeyrisþega. Nýtt og betra kerfi mun gagnast fötluðu fólki. Auk þessara verkefna styður ráðuneytið við fjölmörg umbótaverkefni félagasamtaka og annarra sem ætlað er að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og aðgengi þess að samfélaginu. Hér mætti nefna stuðning við Miðstöð um auðlesið efni, og verkefnið Sæti við borðið, hvoru tveggja mikilvæg verkefni til að auðvelda aðgengi að samfélaginu. Til hamingju öll með alþjóðlegan dag fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson,félags- og vinnumarkaðsráðherra
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar