Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 09:42 Birgir Jónsson, forstjóri Play, tók við verðlaununum í Gíbraltar í gærkvöldi. Aðsend Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. Í rökstuðningi á vef CAPA segir að Play hafi lært af mistökum WOW air og skarað fram úr með viðskiptamódeli sínu sem byggist á að flytja farþega á milli Bandaríkjanna og Evrópu með hagkvæmlega staðsetta heimahöfn á Íslandi. Þá hafi félagið sýnt stigið varlega til jarðar með því að ætla sér ekki um of og notast við hagkvæmar flugvélar sem henti flugleggjum félagsins vel. „Í rökstuðningi CAPA segir einnig að stjórnendur Play hafi staðsett fyrirtækið vel fyrir framtíðina með áherslu á stafrænar lausnir og sjálfbærni sem einum af grunnstoðum fyrirtækisins. Þá segir að Play hafi sýnt mikla seiglu á krefjandi tímum með því að skila rekstrarhagnaði á þriðja ársfjórðungi 2022,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Nógu erfitt fyrir Haft er eftir Marco Navarria, talsmanni hjá CAPA, að það sé nógu erfitt fyrir að stofna nýtt flugfélag, en að gera það í svo krefjandi árferði með eins góðum árangri sé einstakt. „Það er því með mikilli ánægju sem CAPA hefur valið Play sem besta nýja flugfélagið árið 2022,“ segir Navarria. Þá er haft eftir forstjóranum Birgi Jónssyni að það sé afar ánægjulegt að fá svona alþjóðlega viðurkenningu á því sem félagið sé að gera og því frábæra starfi sem starfsfólk félagsins hafi unnið við krefjandi aðstæður „Þetta er gott veganesti til að fara með inn í komandi ár og veitir okkur aukinn kraft til að halda áfram að gera vel og halda áfram að byggja upp félag sem mun reynast ferðamönnum góður og hagkvæmur kostur,“ segir Birgir. Play Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Tengdar fréttir Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. 8. nóvember 2022 19:56 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í rökstuðningi á vef CAPA segir að Play hafi lært af mistökum WOW air og skarað fram úr með viðskiptamódeli sínu sem byggist á að flytja farþega á milli Bandaríkjanna og Evrópu með hagkvæmlega staðsetta heimahöfn á Íslandi. Þá hafi félagið sýnt stigið varlega til jarðar með því að ætla sér ekki um of og notast við hagkvæmar flugvélar sem henti flugleggjum félagsins vel. „Í rökstuðningi CAPA segir einnig að stjórnendur Play hafi staðsett fyrirtækið vel fyrir framtíðina með áherslu á stafrænar lausnir og sjálfbærni sem einum af grunnstoðum fyrirtækisins. Þá segir að Play hafi sýnt mikla seiglu á krefjandi tímum með því að skila rekstrarhagnaði á þriðja ársfjórðungi 2022,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Nógu erfitt fyrir Haft er eftir Marco Navarria, talsmanni hjá CAPA, að það sé nógu erfitt fyrir að stofna nýtt flugfélag, en að gera það í svo krefjandi árferði með eins góðum árangri sé einstakt. „Það er því með mikilli ánægju sem CAPA hefur valið Play sem besta nýja flugfélagið árið 2022,“ segir Navarria. Þá er haft eftir forstjóranum Birgi Jónssyni að það sé afar ánægjulegt að fá svona alþjóðlega viðurkenningu á því sem félagið sé að gera og því frábæra starfi sem starfsfólk félagsins hafi unnið við krefjandi aðstæður „Þetta er gott veganesti til að fara með inn í komandi ár og veitir okkur aukinn kraft til að halda áfram að gera vel og halda áfram að byggja upp félag sem mun reynast ferðamönnum góður og hagkvæmur kostur,“ segir Birgir.
Play Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Tengdar fréttir Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. 8. nóvember 2022 19:56 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. 8. nóvember 2022 19:56