Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 12:11 Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Vísir/Vilhelm Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira