Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:14 Tilkynningar um heimilisofbeldi eða ágreining milli tengdra eða skyldra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins voru 1.787 talsins. Vísir/Vilhelm Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi en um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Flest tilvik heimilisofbeldis voru af hálfu maka eða fyrrverandi maka eða 64 prósent mála, en þeim málum fækkar þó eilítið hlutfallslega, þó heildarfjöldi tilkynninga hafi vissulega aukist milli ára, og eru mál þar sem fjölskyldutengsl eru til staðar nú 30 prósent heimilisofbeldismála. Heimilisofbeldismál frá janúar til september 2022.Ríkislögreglustjóri Í 78 prósent tilvika var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka voru 80 prósent árásaraðila karlar og 78 prósent brotaþola konur. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þar sem grunur var um brot á borð við líkamsárásir hótanir eða eignaspjöll voru tilkynningar 833 talsins, 2,5 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2021 og fjögur prósent árið 2020. Tilkynningar um ágreining voru 956 talsins, 25 prósent fleiri en yfir sama tíma í fyrra. Þá hafa mál er varða ofbeldi foreldris í garð barns einnig fjölgað en þau mál voru að meðaltali sex til sjö á mánuði árin 2016 til 2020 en þeim fjölgaði aðeins í fyrra og voru loks að meðaltali ellefu á mánuði í ár. Þrjátíu prósent brotaþola í heimilisofbeldismálum vegna fjölskyldutengsla voru undir átján ára aldri og tólf prósent árásaraðila voru undir átján ára. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni um skýrsluna er fjöldi nálgunarbanna þó ekki í takt við fjölgun mála en beiðnir um nálgunarbann voru 91 í ár. Vísað er til fyrstu úttektar á eftirfylgni Íslands á Istanbúlsamningum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, þar sem vísað er til mikilvægi nálgunarbanns og brottvísana til að vernda brotaþola heimilisofbeldis. Í sömu úttekt er bent á nauðsyn þess að setja upp kerfi ti l að yfirfara manndrápsmál á heimilum til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni. Um 37 prósent manndrápsmála á tímabilinu 1999 til 2020 eru heimilisofbeldismál og í rúmlega tuttugu prósent tilvika var um að ræða maka eða fyrrverandi maka. Heimilisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi en um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Flest tilvik heimilisofbeldis voru af hálfu maka eða fyrrverandi maka eða 64 prósent mála, en þeim málum fækkar þó eilítið hlutfallslega, þó heildarfjöldi tilkynninga hafi vissulega aukist milli ára, og eru mál þar sem fjölskyldutengsl eru til staðar nú 30 prósent heimilisofbeldismála. Heimilisofbeldismál frá janúar til september 2022.Ríkislögreglustjóri Í 78 prósent tilvika var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka voru 80 prósent árásaraðila karlar og 78 prósent brotaþola konur. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þar sem grunur var um brot á borð við líkamsárásir hótanir eða eignaspjöll voru tilkynningar 833 talsins, 2,5 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2021 og fjögur prósent árið 2020. Tilkynningar um ágreining voru 956 talsins, 25 prósent fleiri en yfir sama tíma í fyrra. Þá hafa mál er varða ofbeldi foreldris í garð barns einnig fjölgað en þau mál voru að meðaltali sex til sjö á mánuði árin 2016 til 2020 en þeim fjölgaði aðeins í fyrra og voru loks að meðaltali ellefu á mánuði í ár. Þrjátíu prósent brotaþola í heimilisofbeldismálum vegna fjölskyldutengsla voru undir átján ára aldri og tólf prósent árásaraðila voru undir átján ára. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni um skýrsluna er fjöldi nálgunarbanna þó ekki í takt við fjölgun mála en beiðnir um nálgunarbann voru 91 í ár. Vísað er til fyrstu úttektar á eftirfylgni Íslands á Istanbúlsamningum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, þar sem vísað er til mikilvægi nálgunarbanns og brottvísana til að vernda brotaþola heimilisofbeldis. Í sömu úttekt er bent á nauðsyn þess að setja upp kerfi ti l að yfirfara manndrápsmál á heimilum til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni. Um 37 prósent manndrápsmála á tímabilinu 1999 til 2020 eru heimilisofbeldismál og í rúmlega tuttugu prósent tilvika var um að ræða maka eða fyrrverandi maka.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði