FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2022 11:46 Geir Hallsteinsson. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld. Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar” FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira