Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 25. nóvember 2022 23:37 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Kristján Einar var handtekinn á Malaga á Spáni í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár, eftir að hafa fengið lélegum lögmanni úthlutað. Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður settist niður með Kristjáni Einari: Fékk ekki að hringja símtal fyrr en eftir tíu daga Kristján Einar segir að eftir að honum komið fyrir í fangelsinu hafi hann ekki fengið að hringja símtal fyrstu tíu dagana hið minnsta. Þegar hann hafi loksins fengið að hringja heim hafi hann einungis fengið fjörutíu sekúndur til þess. Eftir heilan mánuð fékk hann símasamning samþykktan og gat þá loksins hringt heim almennilega. Hver er fyrsta manneskjan sem maður hringir í í svona aðstæðum? „Er það ekki alltaf mamma? Er það ekki alltaf þangað sem maður leitar fyrst?“ svarar Kristján Einar. „Þetta var éta eða vera étinn“ Kristján Einar segir að hann hafi þurft að „sanna sig“ snemma í fangelsinu til þess að verða ekki það sem hann kallar beitu. Kristján Einar sagði nokkuð ítarlega frá upplifun sinni í viðtali við fréttastofu.Vísir/Einar „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ segir hann. Þá segir Kristján Einar að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt fyrst um sinn þar sem hann hafi verið settur í ranga álmu í fangelsinu. „Ég var bara með morðingjunum og nauðgurunum,“ segir hann. Mölbrotið kerfi Sem áður segir var Kristján Einar upphaflega dæmdur til sex ára fangelsisvistar en er nú laus aðeins átta mánuðum eftir handtöku. Hann segir að til þess að losna hafi hann þurft að fá sér nýjan lögfræðing sem hafði aðstoðað tvo menn sem framið höfðu alvarlegt innbrot og ofbeldisglæpi að losna úr fangelsi eftir aðeins sex mánaða fangelsisvist. „Ég fékk samband við þeirra lögfræðing og hann byrjaði að vinna í málinu. Til þess að komast áfram í svona málum þarftu að vera með það sem við köllum óhreinan lögfræðing, dirty lawyer, sem greiðir mútur. Málaga lawyer,“ segir hann. Hann segir réttarkerfið á Spáni vera það brotnasta sem hann hafi upplifað, sér í lagi gagnvart útlendingum. Þá segir Kristján Einar að enga aðstoð hafi verið að fá frá yfirvöldum hér á landi. „Við búum í 350 þúsund manna landi, einhvern veginn hélt ég að það væri meira haldið utan um sína ríkisborgara,“ segir hann. „Ég tek bara einn dag í einu“ Kristján Einar segir erfitt sjá hver hans næstu skref verði, hann hafi einhver plön fyrir framtíðina en fyrst þurfi hann að vinna úr áfallinu sem fylgir upplifun hans úr fangelsinu. „Eina sem ég veit er að ég kem út sem betri maður, eða ég ætla mér allavega. Nú tekur lífið bara við, áfram gakk,“ segir Kristján Einar að lokum.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52 Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. 19. nóvember 2022 22:52
Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. apríl 2022 17:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent