Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2022 10:31 Ásta og Valgeir eru einstaklega jákvæð hjón. Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Vala Matt hitti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi.Þar ræddu þau meðal annars um vinsæla aðventudagskrá þeirra en menningarsetur þeirra Bakkastofa á Eyrarbakka er í samstarfi við fleiri aðila og hefur hún slegið í gegn. Vala Matt skoðaði einnig ævintýralega fallegar aðventu og jólaskreytingar hjá þeim hjónum í fallegu gömlu húsi þeirra á Eyrarbakka. Valgeir og Ásta reyndu að taka veikindum hans með eins jákvæðum huga og mögulegt var. „Þetta var komið út um víðan völl í líkamanum en ég fékk þessa nýju líftæknimeðferð og svo leið árið og ég fann rétt fyrir jól á síðasta ári að þetta væri kannski komið á rétta leið,“ segir Valgeir og heldur áfram. „Það var jólagjöfin okkar í fyrra,“ bætir Ásta við. „Svo bara næsta ár og það var ekki eins og ég lægi bara í rúminu, hreint ekki. Ég er búinn að vera semja músík og gera ýmislegt og undirbúa plötu sem kemur út á næsta ári. Svo fæ ég upplýsingar einn daginn frá lækninum mínum að þetta sé allt farið,“ segir Valgeir sem er þakklátur Sigurði Böðvarssyni lækni. „Hann fór ekki í geislameðferð heldur bara sterka lyfjameðferð og þessa nýju líftæknimeðferð,“ segir Ásta. Þau ákváðu að halda tíðindunum út af fyrir sig. „Við héldum þessu bara út af fyrir okkur og börnin en svo þegar þetta var búið var þetta eins og að lenda í aftanákeyrslu,“ segir Ásta. Valgeir fagnaði sjötugsafmæli sínu í upphafi árs. Hér að neðan má heyra viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Valgeir á sextugsafmælinu fyrir tíu áru. Þar var ferið yfir magnaða feril Valgeirs í tónlistinni. Ísland í dag Árborg Heilbrigðismál Tónlist Jól Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Vala Matt hitti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Íslandi í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi.Þar ræddu þau meðal annars um vinsæla aðventudagskrá þeirra en menningarsetur þeirra Bakkastofa á Eyrarbakka er í samstarfi við fleiri aðila og hefur hún slegið í gegn. Vala Matt skoðaði einnig ævintýralega fallegar aðventu og jólaskreytingar hjá þeim hjónum í fallegu gömlu húsi þeirra á Eyrarbakka. Valgeir og Ásta reyndu að taka veikindum hans með eins jákvæðum huga og mögulegt var. „Þetta var komið út um víðan völl í líkamanum en ég fékk þessa nýju líftæknimeðferð og svo leið árið og ég fann rétt fyrir jól á síðasta ári að þetta væri kannski komið á rétta leið,“ segir Valgeir og heldur áfram. „Það var jólagjöfin okkar í fyrra,“ bætir Ásta við. „Svo bara næsta ár og það var ekki eins og ég lægi bara í rúminu, hreint ekki. Ég er búinn að vera semja músík og gera ýmislegt og undirbúa plötu sem kemur út á næsta ári. Svo fæ ég upplýsingar einn daginn frá lækninum mínum að þetta sé allt farið,“ segir Valgeir sem er þakklátur Sigurði Böðvarssyni lækni. „Hann fór ekki í geislameðferð heldur bara sterka lyfjameðferð og þessa nýju líftæknimeðferð,“ segir Ásta. Þau ákváðu að halda tíðindunum út af fyrir sig. „Við héldum þessu bara út af fyrir okkur og börnin en svo þegar þetta var búið var þetta eins og að lenda í aftanákeyrslu,“ segir Ásta. Valgeir fagnaði sjötugsafmæli sínu í upphafi árs. Hér að neðan má heyra viðtal sem Þorgeir Ástvaldsson tók við Valgeir á sextugsafmælinu fyrir tíu áru. Þar var ferið yfir magnaða feril Valgeirs í tónlistinni.
Ísland í dag Árborg Heilbrigðismál Tónlist Jól Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira