Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur Birgisson, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. „Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
„Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira