Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur Birgisson, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. „Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira