Seðlabankinn og eina verkfærið Andri Reyr Haraldsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið. Hagstjórn Seðlabankans hefur einkennst af úrræðaleysi og endurtekningum, svolítið eins og að slá alltaf inn öryggi sem slær út án þess að athuga hvers vegna útsláttur átti sér stað til að byrja með. Hækkun stýrivaxta er álíka góð aðferðarfræði og að pissa í skóinn sinn þegar kalt er, afleiðingarnar eru miklu verri en skammgóði vermirinn, þetta veit hver einasti maður sem það hefur prófað. Seðlabankastjóri sjálfur virðist alltaf stressaður og sveittur þegar hann kynnir nýjustu vaxtahækkanir, og um leið boðar fleiri svona til þess að við höldum okkur örugglega á mottunni. Svolítið eins og hann sé ekki sannfærður um þessar aðgerðir en framkvæmi þær meira af skyldurækni við eitthvað fyrirbæri sem við hin skiljum ekki. Ef eina hlutverk bankans, peningastefnunefndar og alls þessa bákns er að hækka og lækka vexti ef x er x og y er y þá held ég að Excel gæti allt eins verið seðlabankastjóri. Eða er kannski einhver möguleiki að báknið Seðlabankinn sé í raun ekki að hugsa um hagsmuni okkar allra, ekki einu sinni hagkerfisins í heild sinni? Excel getur tekið tillit til allra breyta sem settar eru inn í það, hvort sem það er afkoma fólks eða fyrirtækja. Excel forgangsraðar ekki einni grein eða einum hópi fólks ofar öðrum nema það sé ætlunin. Gæti verið að Excel yrði jafnvel mannúðlegri seðlabankastjóri? Spurning hvort seðlabankastjóri ætti að prófa að pissa í skóinn sinn, það gæti hreinlega víkkað sjóndeildarhringinn og fyllt verkfæratöskuna. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar