Nýr veruleiki tekinn við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 00:03 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni: Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni:
Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47