Nýr veruleiki tekinn við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 00:03 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni: Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni:
Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47