Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 17:59 Alls sitja tíu manns í gæsluvarðhaldi sem stendur en lögreglan hefur handtekið þrjátíu manns vegna stunguárásarinnar á Bankastræti club. Vísir/Ívar Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu fra lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tugir lögreglumanna hafi unnið sleitulaust að rannsókn málsins, auk þess sem embættið hafi jafnframt notið góðrar aðstoðar annarra lögregluliða vegna þessa. Árásarmennirnir eru um þrjátíu talsins, „þótt þeir hafi haft sig mismikið í frammi,“ segir enn fremur í tilkynninunni. „Ekki síst í ljósi þessa fjölda er um mjög umfangsmikla rannsókn að ræða, en þrjátíu hafa verið handteknir í þágu hennar. Sextán hafa enn fremur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, ýmist í eina viku eða tvær, en einum hefur verið sleppt. Núna eru tíu í haldi lögreglu, en sá yngsti þeirra er sautján ára en sá elsti er á fertugsaldri. Fáheyrt er að svo margir sitji í gæsluvarðhaldi í einu og sama málinu.“ Samhliða eru til rannsóknar tilvik um hótanir og skemmdarverk á íbúðarhúsnæði undanfarna daga, sem talin eru tengjast árásinni í miðborginni, og eru þau sögð hafa skapað mikla hættu. „Eftir að málið kom upp hefur lögreglan aukið viðbúnað sinn og svo verður áfram og munu þess til dæmis sjást merki um komandi helgi vegna þeirra hótana sem settar hafa verið fram.“ Þá segir í tilkynningunni að lögreglan skoði hvernig myndefni af árásinni í miðborginni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður hennar hafi átt þar hlut að máli. Slíkt er litið alvarlegum augum og er það til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, sem var þegar gert viðvart vegna þessa. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu fra lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tugir lögreglumanna hafi unnið sleitulaust að rannsókn málsins, auk þess sem embættið hafi jafnframt notið góðrar aðstoðar annarra lögregluliða vegna þessa. Árásarmennirnir eru um þrjátíu talsins, „þótt þeir hafi haft sig mismikið í frammi,“ segir enn fremur í tilkynninunni. „Ekki síst í ljósi þessa fjölda er um mjög umfangsmikla rannsókn að ræða, en þrjátíu hafa verið handteknir í þágu hennar. Sextán hafa enn fremur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, ýmist í eina viku eða tvær, en einum hefur verið sleppt. Núna eru tíu í haldi lögreglu, en sá yngsti þeirra er sautján ára en sá elsti er á fertugsaldri. Fáheyrt er að svo margir sitji í gæsluvarðhaldi í einu og sama málinu.“ Samhliða eru til rannsóknar tilvik um hótanir og skemmdarverk á íbúðarhúsnæði undanfarna daga, sem talin eru tengjast árásinni í miðborginni, og eru þau sögð hafa skapað mikla hættu. „Eftir að málið kom upp hefur lögreglan aukið viðbúnað sinn og svo verður áfram og munu þess til dæmis sjást merki um komandi helgi vegna þeirra hótana sem settar hafa verið fram.“ Þá segir í tilkynningunni að lögreglan skoði hvernig myndefni af árásinni í miðborginni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður hennar hafi átt þar hlut að máli. Slíkt er litið alvarlegum augum og er það til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, sem var þegar gert viðvart vegna þessa.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira