Verzlingar leggjast gegn ályktun Sjálfstæðisflokks um námstíma: „Ekki séns, bara nei“ Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 09:15 Á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var ályktað um að stytta skólaár í íslensku menntakerfi um eitt enn, þannig að heildarnámstími ungmenna yrði fram að átján ára. Síðasta stytting gekk í gegn 2015, þegar framhaldsskóli varð að þriggja ára námi, og skólagangan þar með fram að nítján ára aldri. Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Fjallað var um hugmyndina í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar voru Verzlingar teknir tali, sem skutu hugmynd Sjálfstæðismannanna umhugsunarlaust niður; heldur ætti að lengja námið aftur samkvæmt þeim. Ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins hljóðar svo: „Skoða ætti að fækka skólaárum í níu þannig að ungmenni útskrifist að jafnaði úr framhaldsskóla 18 ára, eins og tíðkast í flestum löndum í kringum okkur. Löng sumarfrí hafa slæm áhrif á námsárangur, einkum þeirra sem standa höllum fæti.“ Þegar hugmyndin er borin undir Verzlinga hafna þeir henni í kór. „Bara djók,“ segir Skúli Ásgeirsson. „Ekki séns, bara nei,“ segir Guðmundur Pétur Dungal. „Af hverju erum við að drífa okkur svona?“ spyr Kristel Harðardóttir. Verzlingarnir Þór Guðjónsson og Guðmundur Pétur Dungal eru ekki á því máli að stytta eigi námstíma íslenskra ungmenna um eitt ár enn. Nær væri að lengja menntaskóla aftur um eitt ár; Guðmundur Pétur óttast að hann muni sakna Verzló þegar hann útskrifast í vor.Vísir/Egill Nógu slæmt sé að hafa misst af lunganum úr skólagöngunni vegna heimsfaraldurs, eins og Verzlingarnir lýsa, til að þurfa ekki að horfa upp á enn aðra styttinguna eins og Sjálfstæðismenn stefna nú að. Júlía Rut Ragnarsdóttir nemi segir: „Mér finnst klárlega að þetta ættu að vera fjögur ár. Þetta er mjög mikið námsefni, það er búið að þjappa öllu saman. Þannig að það er mjög mikið að gera hjá okkur, í stað þess að leyfa okkur bara að hafa fjögur ár og njóta menntaskólaáranna. Þetta eru skemmtilegustu tímarnir.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ísland í dag Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01