Valur floginn út og inn flögrar eiginkona eigandans Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2022 17:04 Valur Grettisson lætur nú af störfum eftir fimm ár í ritstjórastóli Grapevine. Art Bicnick Verulegar breytingar standa fyrir dyrum á fjölmiðlinum Grapevine, sem gefinn er út á Íslandi en á ensku og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin árin og áratugina reyndar. Valur Grettisson lætur af störfum eftir fimm ára setu í ritstjórastóli. Til stendur að skipta algjörlega um áhöfn á blaðinu í kjölfar vendinga sem hafa orðið í eignarhaldi blaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Jón Trausti Sigurðarson, einn stofnenda og eigenda miðilsins, hafi tekið við starfi framkvæmdastjóra. Fram kemur að Hilmar Steinn Grétarsson sé hættur og hafi selt sig út. Kaupandinn er bandarískur podcastari sem heitir Marcus Parks sem gefur út hlaðvarpsþættina The Last Podcast On The Left og No Dogs In Space,“ hefur Fréttablaðið eftir Jóni Trausta en fjórir aðilar fara með eignarhald miðilsins og eru hlutarnir misstórir. Eina transkonan í blaðamannastétt rekin „Já, ég er að yfirgefa The Reykjavík Grapevine eftir fimm ára dvöl. Þetta hefur verið ansi viðburðarríkt, enda menningarlíf landans með besta móti,“ segir Valur Grettisson sem nú lætur af störfum sem ritstjóri blaðsins í samtali við Vísi. Valur segir að allnokkrar skipulagsbreytingar standi fyrir dyrum hjá tímaritinu. „Bæði ég og framkvæmdastjórinn erum að yfirgefa svæðið, en það á einnig við um einu transkonuna í blaðamennsku, hana Andie Sophiu Fontaine. Þannig það má segja að það sé verið að að hreinsa út úr húsinu. Þó allt sé það gert meira eða minna í góðu eftir því sem ég best veit.“ Valur segir að eftir Covid-faraldurinn hafi þau verið þrjú starfandi við að sjá um blaðið og daglegar fréttir en þau hafi að auki notið liðsinnis njótum líka liðsinnis lausapenna víða um heim. Og svo hafa starfað við blaðið ljósmyndari og umbrotsmaður. Ekki er hægt að segja annað en blaðið hafi verið öflugt undir stjórn Vals. Hann segir að til standi að breyta blaðinu verulega. „Það er auðvitað meira í orði en á borði að svo komnu máli. Nýr ritstjóri, Catharine Fulton, sem er einnig eiginkona eins af eigendum blaðsins, vilja einblína meira á menningu en minna á fréttir.“ Milljónir fylgdust með Grapevine þegar gosið var Aðalsteinn Jörundsson heitir eiginmaðurinn nýja ritstjórans. Ekki er hægt að segja annað en að Grapevine hafi verið menningarlegt undir stjórn Vals þannig að í hverju felast þá hinar fyrirhuguðu breytingar einkum? „Tjahh, við höfum líka verið með áhugaverða fréttaþjónustu á YouTube, þar sem milljónir hafa horft á okkur á mánuði, þó þær tölur séu nokkuð minni eftir að eldgosinu lauk. Þar eru tæplega hundrað þúsund manns sem horfa á okkur mánaðarlega. Við höfum einnig verið með fréttir á vef og annað í þeim dúr.“ Valur segir að eftir þessi fimm ár þá standi uppúr að hafa starfað með ótrúlega hæfileikaríku fólki. „Já, blómstrandi menning og þau forréttindi að fá að vinna með frábæru listafólki að blaðinu, hvort sem það eru pennar, ljósmyndarar eða teiknarar. Ég kann þeim miklar þakkir, og þarna er ótrúlega hæfileikaríkur mannauður, sem fær oft ekki tækifæri kannski í samfélaginu í samræmi við hæfileikana sína.“ Valur segir að ekki liggi fyrir hvað taki við hjá honum sjálfum en það skýrist þó innan tíðar. „Síðast þegar ég skipti um starfsvettvang, þá skrifaði ég heila skáldsögu og leikrit í kjölfarið. Ætli ég geri ekki bara það sama í þetta skiptið. Loksins smá andrými til þess að einbeita sér að skrifum og fjölskyldunni.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Til stendur að skipta algjörlega um áhöfn á blaðinu í kjölfar vendinga sem hafa orðið í eignarhaldi blaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Jón Trausti Sigurðarson, einn stofnenda og eigenda miðilsins, hafi tekið við starfi framkvæmdastjóra. Fram kemur að Hilmar Steinn Grétarsson sé hættur og hafi selt sig út. Kaupandinn er bandarískur podcastari sem heitir Marcus Parks sem gefur út hlaðvarpsþættina The Last Podcast On The Left og No Dogs In Space,“ hefur Fréttablaðið eftir Jóni Trausta en fjórir aðilar fara með eignarhald miðilsins og eru hlutarnir misstórir. Eina transkonan í blaðamannastétt rekin „Já, ég er að yfirgefa The Reykjavík Grapevine eftir fimm ára dvöl. Þetta hefur verið ansi viðburðarríkt, enda menningarlíf landans með besta móti,“ segir Valur Grettisson sem nú lætur af störfum sem ritstjóri blaðsins í samtali við Vísi. Valur segir að allnokkrar skipulagsbreytingar standi fyrir dyrum hjá tímaritinu. „Bæði ég og framkvæmdastjórinn erum að yfirgefa svæðið, en það á einnig við um einu transkonuna í blaðamennsku, hana Andie Sophiu Fontaine. Þannig það má segja að það sé verið að að hreinsa út úr húsinu. Þó allt sé það gert meira eða minna í góðu eftir því sem ég best veit.“ Valur segir að eftir Covid-faraldurinn hafi þau verið þrjú starfandi við að sjá um blaðið og daglegar fréttir en þau hafi að auki notið liðsinnis njótum líka liðsinnis lausapenna víða um heim. Og svo hafa starfað við blaðið ljósmyndari og umbrotsmaður. Ekki er hægt að segja annað en blaðið hafi verið öflugt undir stjórn Vals. Hann segir að til standi að breyta blaðinu verulega. „Það er auðvitað meira í orði en á borði að svo komnu máli. Nýr ritstjóri, Catharine Fulton, sem er einnig eiginkona eins af eigendum blaðsins, vilja einblína meira á menningu en minna á fréttir.“ Milljónir fylgdust með Grapevine þegar gosið var Aðalsteinn Jörundsson heitir eiginmaðurinn nýja ritstjórans. Ekki er hægt að segja annað en að Grapevine hafi verið menningarlegt undir stjórn Vals þannig að í hverju felast þá hinar fyrirhuguðu breytingar einkum? „Tjahh, við höfum líka verið með áhugaverða fréttaþjónustu á YouTube, þar sem milljónir hafa horft á okkur á mánuði, þó þær tölur séu nokkuð minni eftir að eldgosinu lauk. Þar eru tæplega hundrað þúsund manns sem horfa á okkur mánaðarlega. Við höfum einnig verið með fréttir á vef og annað í þeim dúr.“ Valur segir að eftir þessi fimm ár þá standi uppúr að hafa starfað með ótrúlega hæfileikaríku fólki. „Já, blómstrandi menning og þau forréttindi að fá að vinna með frábæru listafólki að blaðinu, hvort sem það eru pennar, ljósmyndarar eða teiknarar. Ég kann þeim miklar þakkir, og þarna er ótrúlega hæfileikaríkur mannauður, sem fær oft ekki tækifæri kannski í samfélaginu í samræmi við hæfileikana sína.“ Valur segir að ekki liggi fyrir hvað taki við hjá honum sjálfum en það skýrist þó innan tíðar. „Síðast þegar ég skipti um starfsvettvang, þá skrifaði ég heila skáldsögu og leikrit í kjölfarið. Ætli ég geri ekki bara það sama í þetta skiptið. Loksins smá andrými til þess að einbeita sér að skrifum og fjölskyldunni.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira