Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 11:53 Guðni með spreybrúsann á lofti. Haraldur þykist vera hissa en um leikþátt þeirra félaga var að ræða. Vísir/Vilhelm „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira